miðvikudagur, 29. nóvember 2006

Hvað er títt?

Nú er málið að henda inn smá dóti hérna! Það er allt gott að frétta frá DK. Kristín er að fá út úr prófunum og ætla ég bara að leyfa henni að deila því með ykkur. Það er voða lítið að frétta annars af okkur. Ég skundaði til Lundar í gær að hjálpa Gaua og Elínu að flytja og hreinsa íbúðina því þau eru á leiðinni heim. Gaui fór í dag og Elín fer í byrjun des. Það verður sjónarsviptur af þeim, en nú verður maður bara að fara til Svíþjóðar að túristast!
Skólinn gengur sinn vanagang, við erum að byrja á að gera lokaverkefni sem við skilum af okkur 21 des, daginn sem maður fer heim! En það þýðir bara að það verður massa vinna í þessu sem er svo sem ágætt! Enginn kennsla verður á meðan sem þýðir að maður þarf ekki að hlusta á leiðinlega kennara! Hey hey
Síðasta helgi var þétt setinn. Föstudagurinn fór í eitt stykki bíóferð! Fórum við að sjá nýja Bondinn sem er þokkalega svalur!!!
Ég mæli þokkalega með honum, ekkert vesen bara Bond og byssa! Bondinn fær 5 af 5 byssukúlum!
Á laugardaginn var síðan haldið lokahóf IF Guðrúnar og voru veitt ýmis verðlaun! Jón Auðunn var valinn bestur, Jonni var mestu framfarir og Kjallinn var valinn bjartasta voninn. Einnig var tilkynntur nýr þjálfari og er maður víst búinn að taka við þessu. Þjálfaraferillinn er byrjaður og verður maður ekki að gera eitthvað gott úr því! Kristín var sama kvöld á Jólahlaðborði með vinnuni sinni og var það mikið húllumhæ! Hitti ég síðan hana og Tinu ásamt Gøzz og Dagi á Shamrock og var tekinn 1 bjór þar áður en haldið var heim!
Í aften ætlum við hjúin síðan að skella okkur á tónleika á Litlu Vega. Við ætlum að sjá Badly Drawn Boy og verður það örugglega fínasta skemmtun!
Síðan á morgun koma Kolla og Tumi til okkar og ætla þau að vera hjá okkur fram yfir helgi, það verður fínt að fá þau í kotið! Mamma og pabbi verða einnig hérna í Køben á árshátið og verður etið með þeim á fös!
En nú er málið að kveðja því ekki eldar kjúllinn sig sjálfur!!

Kokkurinn kveður

sunnudagur, 26. nóvember 2006

23 des!


Kallinn er búinn að versla sér miða á Bubba 23 des á Nasa!!! SWEET!

miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Svona líka sprækur!

Jæja nú er málið að maður hendi inn einu kvikindi hérna! Það er nú voðalega lítið í fréttum af mér! Þar sem Kristín er í prófum þá er maður bara að pungast í FM 2007 og í dönsku námi. Já eins og ég sagði er ég byrjaður í dönskunámi. Það er líka svona ágætt bara, Páll Óskar er að kenna mér (hann er fáranlega líkur kauða) og grunar mig að hann spili fyrir hitt liðið líka en maður veit ekki.
Skólinn gengur sinn vanagang, þetta er búið að vera skárra síðustu vikuna, erum að læra PHP ef einhver veit hvað það er, þá er það fínt! Vorum að klára stórt verkefni og fengum við fína dóma fyrir það. Nú er að skella á lokaverkefnið þessa önnina og ekki vitum við en hvað það á að vera en það verður eitthvað mega dæmi.
Lokahófið hjá IF Guðrúnu er á laugardaginn. Það verður eitthvað grell og gys! Byrjum klukkan 14:00 í garði kóngsins. Maður verður víst kynntur sem þjálfari IF Guðrúnar á laugardaginn. Jújú þið lásuð rétt maður er að taka við liðinu. Jón sem er núverandi þjálfari er að flytja heim og kallinn var kallaður til. Það á að rífa liðið upp í lægðinni sem var í sumar og gera þetta að alvöru klúbbi!!!! Inú !
Þar sem Jón er að fara heim áskornaðist okkur frystir sem hann hafði fengið gefins. Hann hringdi og spurði hvort maður mundi vilja hirða kvikindið og við vorum ekki lengi að slá til. Nú getum við farið í Bilka og keypt einhver tonn af kjúlla á 100 kall! Ekki slæmt það. Hér er mynd af kvikindinu!

En nú er málið að fara að læra dönsku.

Med venlig hilsen
Oddur Flødeskum

þriðjudagur, 14. nóvember 2006

mikið af frettum

Sæl og blessuð

Ég veit að ég er ömurleg en Oddur lofaði bara upp í ermina á sér þegar hann sagði að það væri stutt í næsta blogg hjá mér... Ég gæti alveg trúað því að þetta blogg verði langt þannig að ég ætla bara að skella mér beint í þetta...
Ok fyrst er það frábæra helgin sem ég Matthew og Dagbjört áttum. Það var alveg mergjað að hitta þau og var strax byrjuð að sakna hennar Dagbjartar minnar þegar þau fóru:( Jólabjórinn kom einmitt í bæinn sömu helgi og þau komu og var það alveg mergjað kvöld. Þið getið séð myndir frá þessari helgi í nýjamyndaalbúminu hérna til hægri. Það var síðan eitt af öðru sem skeði.. Ég fékk praktikpláss þegar þau voru hérna sem er alveg mergjað og þýðir að ég þarf ekki að flytja heim eftir áramót. Ég hef fengið úr nokkuð mörgum prófum og verkefnum enda klikkað að gera í skólanum og hef ég enn þá ekki fallið í neinu nema einu stærfræðiprófi sem mér finnst nokkuð góður árangur..:) Jiii það er svo langt síðan ég skrifaði að ég man ekki allt sem hefur gerst.. Þetta var bara nokkuð róleg helgi, það var kíkt á kollgie barinn á föstudeginum og held ég að þetta hafi bara verið met-mæting síðan við fluttum út enda margir í heimsókn hjá flestum en ekki okkur... Það koma nú ekki gestir fyrr en í byrjun des og það eru mamma og pabbi sem munu búa hjá okkur og síðan koma einmitt mamma og pabbi Odds sömu helgi en þau eru á árshátíð þannig að þau eru á hóteli. Það er prófavika hjá mér í næstu viku og er smá stress í gangi fyrir það... Úffff 7 próf á 4 dögum en samt bara á þremur af því það kemur einn frídagur í milli... Oddur er byrjaður í studieskolen að læra dönsku og er hann einmitt þar núna í sínum fyrsta tíma. Hef fulla trú á honum:)
Ég og Oddur lendum einmitt á klakanum 21 desember, veit reyndar ekkert hvað maður á að gera á Þorláknum þar sem ég eyði honum alltaf með Dagbjörtu en hún ákvað að vera í UK þangað til yfir jólin:( en kemur nú milli jóla og nýárs.:) Og síðan eyðir Oddur auðvitað Þorláknum með Bubbanum og er ég ekki mikill aðdáandi hans þannig að það verður bara að koma í ljós hvað maður gerir.
Jæja heyriði þetta var nú bara ekki nærri því eins langt og ég hélt að bloggið myndi vera haha eruð þið ekki ánægð??

Ég er að hugsa um að kveðja að sinni og ég lofa að skrifa fljótlega aftur en það er sant mikið að gera framundan þannig að fljótlega þýðir örugglega allt annað hjá mér heldur en hjá ykkur;)
Heyrumst

Stelpan....

miðvikudagur, 8. nóvember 2006

væl.dk

Palli hættu ad væla!!!

laugardagur, 4. nóvember 2006

Galdra Matt eins og hann er kallaður

Malmø FF - IFK Götaborg

Já ég gleymdi nú að nefna það í síðasta pistli að síðasta mánudag skellti ég mér ásamt Gaua bróður á leik hjá Malmø FF í Allsvenskunni. Þetta var síðasti heimaleikur Malmø og því síðasti séns að kíkja á kynbróður minn hjá Malmø hann Emil Hallfreðs. Þessi leikur var nú ekki mikið fyrir augað, maður fékka allavega að sjá mark eða mörk. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Malmø og laggði rauðkan upp eitt kvikindi. En án gríns var þetta versti og lélegasti leikur sem ég hef séð. En þannig er það. Nú eru Dagbjört og Matt hjá okkur og er maður búinn að henda inn einhverjum myndum í nýja albúmið!

fimmtudagur, 2. nóvember 2006

Strákurinn talar

Jæja gott fólk. Þá er komið að því að maður hendi inn einum póst á þetta kvikindi. Það er nú bara kjallinn sem ætlar að tjá sig í þetta skipti en frúin ætlar að koma með langann og góðan pistil eftir helgi enda er Dagbjört og Matt hjá okkur um helgina og verður án efa mikið að skrifa um.

Það er nú helvíti mikið búið að gerast síðan maður skrifaði síðast. Kjallinn var í frí alla síðustu viku og náði maður að gera hluti sem maður hefur ætlað að gera fyrir löngu
-maður fór í bankann og stofnaði sér reikning
-skráði mig í dönskunám (maður dettur inn í level 4 en það eru 6 level)
-kláraði að setja saman IKEA dót (mega gaman)

Við Evrópubúar seinkuðum klukkuni á aðfaranótt sunnudags og nú erum við klukkara á eftir klakanum. Um leið og við fórum á vetrartíma þá tóku veðurguðirnir til sinna ráðu og létu okkur fá vetur, mega stuð. Það er búið að vera mega kalt alla vikuna og er maður búinn að taka fram vetrarúlpuna og versla sér húfu og trefil. Maður vaknaði á miðvikudags morgun og það var stormur úti og fyrsti snjór vetrarins lét sjá sig. Ummerki stormsins voru ferst á filmu af honum Guzza.

Það er hægt að segja að það hafi og sé nóg að gerast í Kóngsins þessa vikuna. Það byrjaði í gær þegar mínir menn tóku á móti mínum mönnum á Parken. Fínt að horfa á leik þar sem maður getur ekki tapað!!! En FCK tók þetta og eru í séns að fara upp úr riðlinum eða lenda í UEFA sæti sem er bara gott mál. Í kvöld var síðan MTV hátíðin haldin hér með tilheyrandi lætalátum. Búið að koma fyrir mega sviði á Ráðhústorginu og munu einhver seleb stíga þar á stokk. Síðan á mogun (fös) er J-Dag. Það er þegar Jóla tuborginn kemur í verslanir og nánar til tekið kemur hann klukkan 20:59 með miklu húllumhæi og verðu kjallinn á staðnum ásamt fríðu föruneyti. Alveg grátlegt það.


Eins og ég sagði í upphafi eru Dagbjört og Matt hjá okkur um helgina þannig að maður er í massa prógrammi alla helgina og er það bara hið besta mál. En Kristín ætlar að koma með uppgjör helgarinar eftir helgi og aldrei að vita að maður skelli inn nýjum myndum!

ps. var að spila handboltaleik í aften og kjallinn setti 6 kvikindi í 32-32 jafntelfli á móti Gladsaxe.