Hvað er títt?
Nú er málið að henda inn smá dóti hérna! Það er allt gott að frétta frá DK. Kristín er að fá út úr prófunum og ætla ég bara að leyfa henni að deila því með ykkur. Það er voða lítið að frétta annars af okkur. Ég skundaði til Lundar í gær að hjálpa Gaua og Elínu að flytja og hreinsa íbúðina því þau eru á leiðinni heim. Gaui fór í dag og Elín fer í byrjun des. Það verður sjónarsviptur af þeim, en nú verður maður bara að fara til Svíþjóðar að túristast!
Skólinn gengur sinn vanagang, við erum að byrja á að gera lokaverkefni sem við skilum af okkur 21 des, daginn sem maður fer heim! En það þýðir bara að það verður massa vinna í þessu sem er svo sem ágætt! Enginn kennsla verður á meðan sem þýðir að maður þarf ekki að hlusta á leiðinlega kennara! Hey hey
Síðasta helgi var þétt setinn. Föstudagurinn fór í eitt stykki bíóferð! Fórum við að sjá nýja Bondinn sem er þokkalega svalur!!!

Á laugardaginn var síðan haldið lokahóf IF Guðrúnar og voru veitt ýmis verðlaun! Jón Auðunn var valinn bestur, Jonni var mestu framfarir og Kjallinn var valinn bjartasta voninn. Einnig var tilkynntur nýr þjálfari og er maður víst búinn að taka við þessu. Þjálfaraferillinn er byrjaður og verður maður ekki að gera eitthvað gott úr því! Kristín var sama kvöld á Jólahlaðborði með vinnuni sinni og var það mikið húllumhæ! Hitti ég síðan hana og Tinu ásamt Gøzz og Dagi á Shamrock og var tekinn 1 bjór þar áður en haldið var heim!
Í aften ætlum við hjúin síðan að skella okkur á tónleika á Litlu Vega. Við ætlum að sjá Badly Drawn Boy og verður það örugglega fínasta skemmtun!

Síðan á morgun koma Kolla og Tumi til okkar og ætla þau að vera hjá okkur fram yfir helgi, það verður fínt að fá þau í kotið! Mamma og pabbi verða einnig hérna í Køben á árshátið og verður etið með þeim á fös!
En nú er málið að kveðja því ekki eldar kjúllinn sig sjálfur!!
Kokkurinn kveður