föstudagur, 28. mars 2008

Föstudagslagið

Held bara að við höldum okkur við danska artista í þessum lið. Að þessu sinni er það danska hljómsveitin Nephew sem leiðir ykkur inn í helgina!

þriðjudagur, 25. mars 2008

Páska uppgjör

Það er aldeilis nóg búið að vera gerast hjá okkur síðustu vikuna! Það er óhætt að segja að þetta hafi allt byrjað á laugardaginn fyrir viku. Kristín fór út að borða með vinnuni niður í bæ. Þar var hellingur af Syneoptik fólki saman komið enda var Brillemessa í Köben. Þetta var svo sem ekki ferð til fjár að skella sér á dansgólfið þetta kvöld. Kristín var á gólfinu og þá kom einhver eins og hún orðaði það “í breiðari kantinum” og tyllti háa hálnum svona nett ofan á ristina á henni með þeim afleiðingum að restini af nóttini var eitt upp á skadestuen. Sem betur fer brotnaði hún ekki og þurfti að vera næstu daga á eftir á hækjum.

Á fimmtudaginn var síðan haldið semi útskirfarpartý og var margt um manninn í J-inu. Byrjað var að elda fondu handa Þránni, Maríönnu og Hlín. Heppnaðist það svona vel, þetta verður klárlega gert í bráð. Síðan um 9 leytið fór fólk að flykkjast inn. Kommi og Kristín létu sig ekki vannta með Brynjar í eftirdragi. Ingvi var eitur hress á kantinum og síðan um 12 leytið komu svo Pétur, Jón Þór og kærasta og Biggi frá Íslandi og voru þau ekki lengi að láta sjá sig. Síðustu gestir voru að renna héðan út um klukkan 6 um morguninn.

Á föstudeginum var síðan haldið yfir til Þráinns og Maríönnu og þar var legið og horft á dvd eitthvað fram á nótt. Nettur haugur í manni eftir kvöldið áður.

Á Páskadegi var síðan veisla aftur í J-inu. Þetta byrjaði allt um morguninn þegar 2 páskaegg frá nóga númer 6 voru poppuð upp. Þökkum Kolla og Tuma fyrir það. Síðan var haldið niður í bæ að glápa á Man Utd – Liverpool, það kom nú ekki mörgum á óvart að það var léttur leikur fyrir mína menn. Síðan um kvöldið var veilsa af dýrari kanntium. Jeg og Þráinn sáum um eldamennskuna þetta kvöld og hendum við fram einu grilluðu læri með öllu tilheyrandi (piparrjómasósu, brúnuðum karftöflum, súpa í forrétt og ís í eftirrétt). Hrefna kom og át einnig með okkur. Það var þraungt um manninn við matarborðið en eins og einhver vitur maður sagði “þröngt meira sáttir sitja” það var síðan klárlega málið. Allir mjög sáttir við kokkana. Síðan var rúsinan í pulsuendanum að við strákarnir þurftum ekki að sjá um uppvaskið.

Jeg er búinn að henda einhverjum myndum frá páskahelgni inn í albúmið okkar.

laugardagur, 22. mars 2008

Já sæll

Loksins þegar maður hélt að vorið væri nú að renna í hús þá byrðjaði hann að snjóa hér í Köben. OK, allt í lagi með það smá sjór yfir páskana. En veður guðirnir ætla sko aldeilis ekki að láta vorið koma samkvæmt nýjustu spám!



Eigum við eitthvað að ræða þetta??

kv. maðurinn í kuldakastinu

föstudagur, 21. mars 2008

Föstudagslagið

Að þessu sinni eru það dönsku eðal-rappararnir Nik og Jay sem eiga þann heiður að leiða ykkur inn í páskahelgina!

fimmtudagur, 13. mars 2008

Föstudagslagið

Það er að þessu sinni danska r&b sveitn Outlandish sem fær að gleðja ykkur lesendur góðir þennann föstudaginn.



ps. held að øresundsvisan sé fullgróð fyrir lesendur guðjón!!

miðvikudagur, 12. mars 2008

Nú er tími á blogg

Jæja gott fólk ef það er ekki tími á blogg þá er það seint! Þannig er mál með vexti að maður er orðinn löglegur Margmiðlunarhönnuður. Maður fór í lokaprófið í dag og fékk ég 7 á nýja skalanum sem samsvarar 8/9 á gamla. Þannig fólk er beðið um að kalla mig herra Margmiðlunarhönnuður. Konan tók mann í bæjinn í dag til að fagna aðeins. Fórum við út að borða og gaf hún manni shoping spree. Maður fór og verslaði sér gallabuxur, nærbuxur og sokkar, ekki amarlegt það!

Oddur Helgi Guðmundsson
Margmiðlunarhönnuður

föstudagur, 7. mars 2008

Föstudagslagið

Hendum nú inn einum góðum lið á síðuna.

miðvikudagur, 5. mars 2008

Uuuuuuu nei!

Þá held ég að það sé kominn smá tími á einhvern texta fyrir ykkur gott fólk að lesa. Lífið gengur bara sinn vana gang hér í København. Ekki er vorið að koma til okkar eins og ykkar Íslendinga. Maður snjóaði næstum því niður þegar maður var að hjóla heim úr vinnuni í gær. Sæll, gamla ísöldin.

Mér til mikillar ánægju þá skilaði ég ásamt hópnum mínum í skólanum lokaverkefninu okkar síðasta föstudag. Þetta gekk svona ágætlega og voru allir ánægðir með útkomuna. Nú er bara að verja kvikindið og er það gert í næstu viku. Nánar til tekið 12. mars. Ef allt fer að óskum þá getur maður titlað til sem Margmiðlunarhönnuð, ekki amarlegt það.

Kallinn tók þá í svo kölluðu Icelandair open móti sem er haldið árlega hér í Køben. Þetta er klassískt innanhús mót 5x5 og spilað með böttum. Ég var í liði með Þránni, Böbba, Bjössa, Stjána, Atla, og Birki. Þið vitið nátturlega öll hverjir það eru! Þetta mót gekk bara vonum framar og tókum við okkur til og unnum þetta með stæl. Verðlauninn voru nú ekki af verri endanum og splæsti Icelandair í flug miða handa sigurliðinu. Þannig að það er möguleiki að kjallinn kíki kannski eitthvað heim í sumar.

Við hjúinn ætlum nú að vera á faraldsfæti í maí mánuði. Kristín ætlar að kíkja heim á klakann yfir eina helgi. Á meðan ætla jeg að fara til Lúx að heimsækja Sigþór bróðir. Það verður án efa þrusu helgi hjá okkur báðum. Talandi um ferðalög þá ætlar Kristín að yfirgega kotið yfir komandi helgi og ætlar hún að fara til Sønderborg og vera hjá Tine sem er með henni í bekk. Það þýðir að kjallinn er einn og yfirgefin og ef einhver vill kíkja þá er sá sama guð velkomið að koma.

En jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengur að sinni og kveðja ykkur með þessari mynd