Föstudagslagið
Held bara að við höldum okkur við danska artista í þessum lið. Að þessu sinni er það danska hljómsveitin Nephew sem leiðir ykkur inn í helgina!
Þú ert ekki maður með mönnum nema að þú búir á Dalslandsgade!
Held bara að við höldum okkur við danska artista í þessum lið. Að þessu sinni er það danska hljómsveitin Nephew sem leiðir ykkur inn í helgina!
Það er aldeilis nóg búið að vera gerast hjá okkur síðustu vikuna! Það er óhætt að segja að þetta hafi allt byrjað á laugardaginn fyrir viku. Kristín fór út að borða með vinnuni niður í bæ. Þar var hellingur af Syneoptik fólki saman komið enda var Brillemessa í Köben. Þetta var svo sem ekki ferð til fjár að skella sér á dansgólfið þetta kvöld. Kristín var á gólfinu og þá kom einhver eins og hún orðaði það “í breiðari kantinum” og tyllti háa hálnum svona nett ofan á ristina á henni með þeim afleiðingum að restini af nóttini var eitt upp á skadestuen. Sem betur fer brotnaði hún ekki og þurfti að vera næstu daga á eftir á hækjum.
Að þessu sinni eru það dönsku eðal-rappararnir Nik og Jay sem eiga þann heiður að leiða ykkur inn í páskahelgina!
Það er að þessu sinni danska r&b sveitn Outlandish sem fær að gleðja ykkur lesendur góðir þennann föstudaginn.
Jæja gott fólk ef það er ekki tími á blogg þá er það seint! Þannig er mál með vexti að maður er orðinn löglegur Margmiðlunarhönnuður. Maður fór í lokaprófið í dag og fékk ég 7 á nýja skalanum sem samsvarar 8/9 á gamla. Þannig fólk er beðið um að kalla mig herra Margmiðlunarhönnuður. Konan tók mann í bæjinn í dag til að fagna aðeins. Fórum við út að borða og gaf hún manni shoping spree. Maður fór og verslaði sér gallabuxur, nærbuxur og sokkar, ekki amarlegt það!
Þá held ég að það sé kominn smá tími á einhvern texta fyrir ykkur gott fólk að lesa. Lífið gengur bara sinn vana gang hér í København. Ekki er vorið að koma til okkar eins og ykkar Íslendinga. Maður snjóaði næstum því niður þegar maður var að hjóla heim úr vinnuni í gær. Sæll, gamla ísöldin.