föstudagur, 25. apríl 2008

Þetta er blogg og Kristín er 25 ára

Það er ekki nóg með það að maður sé að jappla á afmæliskökuni hennar Kristinar, heldur er þetta afmælis blogg.

Í dag er 25. apríl 2008 og það þýðir að frúin í íbúð J-807 er orðinn 25 ára eða hálf fimmtug. Hún er uþb að opna pakkann þannig maður ætt svo sem að geta sagt ykkur að maður gaf henni línuskauta, friis company tösku og draumaráðninarbók, hvarnig hljómar það? Á morgun er nátturlega stóra party-ið. 75 lítar af bjór í hús og nóg af stuð. En ég ætla ekki að hafa þetta lenga í aften og ætla að kveðja með orðum Tommy Seeback og 50 Sent.





Nú held ég að málið sé að kveðja og óska Kristínu til hamingju með afmælið!!

föstudagur, 18. apríl 2008

Í tilefni store bededag

Í tilefni þess að en einn föstudagurinn er runninn upp þá held ég að það sé mál að henda inn einu góðu föstudagslagi!

Hver man ekki eftir danska Eurovision laginu frá árinu 2001 þar sem Rollo og King fluttu svo eftirminnilega Der står et billede af dig på mit bord eða Never ever let me upp á enska tungu!



...... og nú er málið að dansa af sér vinsti litlutánna!!

Þar sem það er Stóri bænadagurinn í veldi Danans þá ætla ég að fræða ykkur aðeins afhverju hann er haldinn. ÞEssi grein er reyndar á dönsku en þið ættuð nú ekki að vera í vandamálum með að redda ykkur fram úr því!!

Hvorfor holder vi Bededag?

Den "Store Bededag" var blot én ud af mange bededage.

Idémanden bag Store Bededag er Hans Bagger, som var biskop i Roskilde fra 1675 til 1693. I løbet af sine to første år som biskop fik Bagger indført hele 3 faste- og bededage. Den midterste af dem blev lovfæstet ved en kongelig forordning d. 27 marts 1686, og placeret den fjerde fredag efter påske. På denne måde kunne Christian den Femte nå at holde Bededag i København, inden han drog ud på sommerrejser til sine riger og lande.

Denne lovfæstede Store Bededag var kun en ud af mange. Der var flere mindre bededage som var spredt ud over kalenderen. Fx var hver onsdag bededag på landet. På bededagene bad præsterne i kirken for fred, dagene var bodsdage og man fastede.


Venlig hilsen
Hans Bagger

þriðjudagur, 15. apríl 2008

Bls. 2.

Það er óhætt að segja að kallinn sér Celeb í DK!! Enda er maður talsmaður 2100 manneskja!!


fimmtudagur, 10. apríl 2008

Blogg er til að gleyma

Ha! Ekkert föstudagsblogg spyrja sumir sig eflaust! Nei gott fólk þetta er fimmtudagsblogg. Það er kominn 10. apríl og tíminn líður eins og ljónið. Við hjúinn erum búinn að plana sumarfríið okkar þetta árið og er það ekki í slakari kantinum. Við ætlum að fara ásamt Dagbjörtu (systur Kristínar) í smá Evrópu-rúnt. Málið er að fljúga til Lúx í byrjun júlí og kíkja á Sigþór og co. Eftir það verður síðan keyrt um evrópu, málið er að kíkja á Sviss, Ítalíu, Liktenstein, Mónako og Frakkland. Þetta er aldeilis keppnis.

Maður æltlar nú að taka forskot á sæluna í maí þegar Kristín fer heim til Íslands og ætla ég að kíkja til Lúx í maí á samatíma. Maður er að vinna á fullu á Laundro að cooka ofan í Østerports fólkið. Einnig er maður að vinna í heimaverkefninu í Den grafiske højskole og er skilafrestur á því þann 15. apríl. Þetta er skemmtilegt verkefni em felur það í sér að gera 3 plaggöt í A3 fyrir eldfjallasýnngu sem mun fara fram í Hellerup í haust. Kristín er á fullu í skólanum og gegur það bara vel fyrir frúna.

Það styttist nú heldur betur í það að konana fer að slá í hálf fimmtugt. Hún fer að komast á viðrulegan aldur konan.

Ég er víst orðinn semi hlaupasteik. Maður fór á mánudaginn og keypti sér nett þröngar hlaupabuxur og er maður búinn að missa sig í skokkinu þessa vikuna. Maður tók 9 km á mán, 6 km á þri og í dag tók maður ekki nema 17 km. Enda ligg ég upp í rúmmi og er að horfa á Nýtt líf og stefni ekki á að hreyfa mig fyrr en í fyrramálið ef líkaminn leyfir það, vona allavega að hann verði góður við mig. Einnig er gaman að sjá hvað mínir menn eru að gera gott mót í boltanum bæði í CL og PL. Það eina sem Siggi stórur sér í kortunum eru 2 dollur í haust. Össsss, magnað.

En víst að vikan er að líða undir lok þá held ég að málið sé að henda inn einu góður videoi. Menn eru víst eitthvað mishressir með danska þemað mitt í föstudagslaginu. Menn eru að tala um eitthverja vondulaga keppni. Veit það ekki. Að þessu sinni verður það víst krónprins Dana sem fær að flytja fyrir ykkur ljúfan óð um Jutlandia.



ps. jeg var einnig búinn að henda einhverjum nýjum myndum inn í albúmið hérna hægra meginn.

föstudagur, 4. apríl 2008

Föstudagur til lukku

Jæja nú er klukkan hjá mér orðinn 00:01 og það þýðir að það sé kominn föstudagur! Þar sem það er föstudagur þá er bara eitt í stöðuni og það er að handa inn einu smellnu lagi sem leiðir ykkur lesendur góðir inn í helgina. Að þessu sinni er það danski listamaðurinn Tommy Seebach sem flytur alveg eitrað lag sem heitir "Snorkel og Gummitær"



Þar sem mars mánuður er á enda þá henti ég inn nýjum myndum í albúmið. Þetta er eitthvað blandað allt saman og er það bara gaman. Það er nú gaman að segja frá því að maður er hættur að þjóna á Laundromat og er maður búinn að færa sig inn í eldhúsið. Maður er að vinna í því að flippa bestu borgurunum í bænum og ég tala nú ekki um morgunmatinn sem maður er að færa fólki. Eigum við eitthvað að ræða þetta, sæll! Nú held ég samt að málið sé að fara sofa enda er maður vinnandi maður og er ræs snemma!

Jeg vil bara óska ykkur góðrar helgar og gangið hægt inn um gleðinar dyr!