Kubb in the park
Maður er búinn að heyra mikið talað um leikinn Kubb, sérstaklega frá Dabba og Gerði í Árhúsum. Nú þegar góða veðrið er heldur betur komið og maður getur farið að handa í Kongsens have þá var látið vaða og keypt eitt stykki spil. Maður hélt í BR (frænda) og keypti eitt sett. Eftir það var haldið upp í Kongsins Have og byrjað að spila. Leikurinn snýst um það að slá alla kubbana niður hjá mótherja og þegar það er búið á maður að fella kónginn! Það er óhætt að segja að þetta er snilldar spil og verður þetta spilað grimmt í sumar. Ég mæli með því að menn kynni sér þennan leik hér. Ef fólk álpast til DK í sumar án þess að vera búið að kynna sér þennann leik þá held ég að það eigi vart von á móti okkur hjúunum. Gussi þú tekur þetta á þig, þú átt 2 vikur til stefnu.
Þess má geta að hitinn í dag fór upp í 23 gráður og fer hækkandi næstu daga. Þannig að þið getið bara slakað á á klakanum.
Maður er alltaf að henda inn einhverjum nýjum myndum í albúmið og er maður farinn að henda inn myndum frá Maí mánuði.

Doddi að gera glimrandi mót í Kubb, þess má geta að ég vann hann alltaf!!

Menn eru einbeyttir á svip!

Maður hittir nátturlega alltaf!
2 Ummæli:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
þetta er náttúrulega svívirðileg sögufölsun oddur.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim