fimmtudagur, 26. júní 2008

Fødselsdag

Ta er kjallinn bara ordinn 24 ara og lidur bara temmilega vel! Blom og kransar eru afthakkadir en pakkar vel thegnir! Ef folk hefur ekki sent mer eitthvad ta hefur tad alveg tima til ad gera tad i dag!!

Venlig hilsen
Afmælisbarnid

sunnudagur, 22. júní 2008

Blogg nr. 179

Maður er nú alveg dottinn út úr þessum föstudagsbloggum!! Sorry Palli, skal taka mig á. Veit hvað þetta er mikilvægt fyrir þig! Helgin alveg ónýt! Nú held ég hins vegar að málið sé að snúa sér að mikilvægari hlutum.

Kristín kláraði prófin fyrir rúmri viku síðan og hefur hún ekki heyrt neitt frá skólanum, sem er mjög jákvætt. Ég reikna svo sem ekkert með að hún heyri eitthvað frá þeim enda skörp stúlka þar á fer. Hún er núna bara byrjuð í practikini á fullu og verður hún í búðini fram í janúar. Það þýðir að við erum orðin erki óvinir á gleraugnamarkaðnum. Tölumst varla við þessa dagana. Einmitt.

Maður er bara á fullu út á Kastup að selja bryllur. Það er óhætt að segja það að maður sé sáttur við að komast út úr eldhúsinu. Maður hefur nú ekki beint verið þekktur fyrir að vera sölumaður dauðans en er þetta allt að koma.

Eins og alþjóð veit á kallinn afmæli næsta föstudag og reikna ég með því að pakkaflóðið fari að streyma inn í vikuni. Mæli með að þið klárið að senda pakkana á morgun svo maður sé ekki að opna öll ósköpinn langt fram í næstu viku. Það leit allt út fyrir það á tímabili að við myndum bara eyða afmælisdeginum 2 en það breytist allt. Mamma ætlar að koma út á fimmtudaginn og með henni í för verða Helga og Halli. Það verður gaman að fá þau í heimsókn.

Það er farið að styttast fullmikið í evrópu för okkar ásamt Dagbjörtu og er óhætt að segja að maður sé farinn að telja niður dagana enda ekki nema 13 stykki þanngað til.

Evrópumótið stendur sem hæðst í Ölpunum og er þetta búið að vera frekar skemmtilegt mót. Mikið af óvænum úrslitum og mikil læti. Veist samt ekki hvort að það sé hollt fyrir heiminn ef að úrslita leikurinn verður Dúrum - Vodka. En Rússarnir fá mitt atkvæði þessa dagana. Nett skemmtilegt lið og átt þeir ekki í vandræðum með Túlipanana í gær.

Nú held ég að málið sé að hætta þessu rugli og ég lofa að láta heyra í mér næsta föstudag!

mánudagur, 16. júní 2008

Hæ hó jibby jey!

Vildi bara nota tækifærið og óska ykkur til hamingju með daginn kæru Íslendingar! Meðan vinnandi fólk hér í Köben skundar til vinnu þá vona ég að þið skundið niður í bæ og hakkið í ykkur kandyfloss og sætindi!

laugardagur, 7. júní 2008

Boltablogg

Nú þegar EM er hafin í Sviss og Austuríki þá þá held ég að það sé alveg málið að rifja upp skemmtileg atriði úr fyrri keppnum, þas mörk, leikmenn og annar glaðningur.

1. Karel Poporsky, skaust upp á sjónarsviðið með leik sínum á EM 1996 í Englandi. Hann setti eitt glæsilegasta mark mótsins á móti Portúgal. Hann var keyptur til Man Utd eftir mótið og gat ekki blautan.


2. Ronnie Whelan, setti svo kallaðan "ones in a live time" á EM 1988. Maður verður nátturlega að koma sínum mönnum að þó að þeir séu ekki með að þessu sinni.


3. Sökum þessa að UEFA er búinn að taka helling af myndböndum út af youtube sem hafa eitthvað að gera með EM þá held ég að maður hendi bara inn einu góðu myndbandi með 10 bestu mörkum af EM í gegnum tíðina.


Nú spyr ég! Hvað er ykkar uppáhalds mark sem hefur verið skorað á EM?

Júníblogg

Víst að júní mánuður er gengin í garð þá held ég að málið sé að blogga fyrir ykkur gott fólk. Það eru víst þið sem lesið þetta. Ég veit svo sem ekki hvar maður á að byrja í þessu bloggi.

Ég, Oddur, er byrjaður í nýju vinnuni og líkar mér vistin þar á bæ. Maður er allur í bryllunum þessa dagana og seljast þau grimmt, sem er jákvætt. Mæli með því ef fólk á ferð um Kastruo flugvöll að kíkja á kjallinn.

Kristín er að læra undir próf eins og ljónið. Situr hún fram eftir degi og lærir og lærir. Það er varla hægt að ná sambandi við hana. En ef ég þekki hana rétt þá á hún eftir að massa þetta eins og henni einni er lagið.

Það fer að styttast í það að ég og Kristín verðum ein eftir hér í kóngsins. Þetta háskólafólk er að týnast heim eitt af öðru. Maríanna og Þráinn fóru í byrjun maí. Hlín hafði þegar kvatt okkur. Biggi strákur sem við höfum kynnst hérna í gegnum Komma fór í gær og svo fer Doddi sjálfur á mánudaginn kemur. Kommi og Kristín fara tæknilega heim þann 17 júní.

En ef við færum okkur aftur yfir á jákvæðu nótunrar þá styttist með hverjum deginum í ferðalagið okkar. Það er búið að plana allt út í æsar eða svo gott sem og er manni byrjað að hlakka til.

Síðustu daga er búinn að vera allt of mikil sól fyrir rauðhærða menn. Tók mig til og brann helvíti vel á miðvikudaginn var og uppskar um kvöldið sólsting sem er eitt það versta sem ég hef upplifað. Sátum á ströndini allann daginn og var það jækvætt. Eftir að ég fór út að skokka um kvöldið og kom heim. Settist ég niður og byrjaði allur að titra og var ískalt. Ákvað þá að fara í sturtu og hita mig en það hafði bara öfug áhrif. Mér varð kaldara og var höfuðverkur farinn að segja var við sig. Ákvað bara að fara undir sæng og setti á mig 2 sængur í öllum hitanum en ég hélt bara áfram að skjálfa og með massaðan höfuðverk. Síðan allt í einu þá var mér masssssssa heitt og svitnað og svitnaði. Get ekki sagt að þetta hafi verið góð upplifun en þetta var upplifun enga að síður.

Jeg veit ekki hvað ég á að halda ykkur fyrir framan skjáinn mikið lengur enda er seinni hálfleikur byrjaður í Portugal - Tyrkland. Þannig ég segi bara blesssssss.