sunnudagur, 31. ágúst 2008

Bloggetíblogg

Nú er kominn tími á smá update fyrir ykkur lesendur góðir.
-Tengdó er í heimsókn þessa dagana og ætlar að vera hjá okkur til 8. sept.
-Kallinn er byrjaður í skólanum og er maður búinn að fara einn dag. Kennsla byrjar á fullu þann 8. sept og er maður kominn í vikur frí. Ágætis byrjun. Jeg er í skólanum 3 daga vikunar. Mán, mið og fim og er maður í 4 tíma í senn.
-Maður er búinn að minnka við sig vinnu og verður maður einhverjar helgar út á Kastup.
-Maður er farinn að spila á fullu með B1908 og erum við búnir að spila 3 leiki í deildini. 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap. Maður setti eitt í jafnteflisleiknum. Jeg er einnig farinn að sýna nýja takta fyrir framan markið og er að klikka úr færum sem á ekki að vera hægt að klikka úr. Vonum að maður nái að hrifsa það af sér og klína þessu í möskvana.
-Brothers Open var á klakanum þessa helgina. Það hafði varið án efa gaman að koma heim og taka þátt en svona er þetta. Pabbi kláraði þetta í 3 sæti og mamma tók sig til og vann hjá kvennpeningum. Óskum þeim hér með til hamingju með það.
-Klakamótið er á næsta leyti og er það spilað í Arhús 12-14 sept. Maður ætlar að skunda þanngað með IF Guðrúnu og er stefnt á sigur þar eftir að hafa dottið út í 8 liða úrslitum í fyrra.
-Ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni. Aldrei að vita nema konan taki sig til og bloggi þegar tengdó er farið.

Venlig hilsen

mánudagur, 25. ágúst 2008

ÓL 2008

Ætla hér með að óska Stulla frænda ásamt handboltalandsliðinu til hamingju með árangurinn! Það er lítið annað hægt að segja þessa dagana!

laugardagur, 23. ágúst 2008

Þá er komið að því

Þá er stóra stundin að ganga í garð. Það er óhætt að segja að íslensk samfélag sé búið að vera í sigurvímu síðan á föstudaginn. Nú er bara að halda því áfram og leggja Frakkana af velli. Það er nú ekki mikið sem maður getur sagt á svona stundu. Í huga Morfeusar er bara eitt sem kemur til greina og það er gull og hana nú. Áfram ÍSLAND!

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Lífið er yndislegt

Já gott fólk það er óhætt að segja það! Maður var frekar spenntur þegar maður sat fastur fyrir framan skerminn klukkan 08:15 að staðartíma þegar Íslendingar tóku sig til og tóku Pólverjana sannfærandi! Til að toppa góðann dag þá tóku einnig Króatar sig til og slógu Danina út. Vægast sagt grátlgt móment á góðum degi. Jeg nenni nú varla vera ræða um ÓL hérna út í eitt en ætli maður voni ekki bara að Stulli & Co komi heim með medalíu um hálsinn.

Ætla að færa mig út í aðrar góðar fréttir og þær eru af töskuni okkar. Nei bíðið við það eru ekki góðar fréttir. Höfum ekki heyrt neitt en og er SAS að standa sig mjööög vel í þessum málum. Erum búinn að vera vinna í því síðustu daga að endurnýja fataskápinn. Maður verður að passa sig að kaupa ekki það sama og er í töskuni ef hún skildi nú poppa upp, ekkert spes að eiga 2 af öllu. Hata SAS.

Gaui bróðir er fluttur inn á okkar fram á laugardag. Elín kemur á föstudaginn og skunda þau alla leið til Argentínu á laugardaginn. Það er óhætt að segja að maður öfundi þau soldið. Rauðvín og nautasteikur í öll mál. Það getur ekki klikkað. Ekki nema með einu hjartaáfalli en maður verður bara að taka því. Það er ekki á hverjum degi sem maður fer til Argentínu.

Við hjúin tókum okkur til og fjárfestum í nýjum sófa í stofuna. Það er von á honum í vikur 38 ef það segir ykkur eitthvað. Við sáum fram á það að sófin væri í stærri kantinum þannig við tókum okkur til og sóttum um stærri íbúð. Ætlum að uppfæra okkur í 3 herberja villu hér á kollegí-inu. Hún er nú ekker mikið stærri í FM en sú sem við erum í en það bætist við auka herbergi og er hún aðeins aðgengilegri en sú sem við erum í. Þar sem við fáum auka herbergi er ég að vinna í því að auka heerbergið verði gert að spilaherbergi. Setja 2 lazyboy og góðan skerm með PS2, PS3 (sem við erum með í láni) og fjárfesta í einni WII. Er ekki alveg að sjá það gerast en maður þarf að semja vel. Við vitum reyndar ekkert hvernar hún verður okkar en við sóttum um að fá hana bara sem fyrst. Vonum bara það besta.

Pabbi kom síðan til Köben í síðustu viku til að vera í eftirlitinu á FCK - Lillestrøm. Við og Guðjón tókum okkur til og skunduðum á völlinn. FCK tók þetta bara létt eins og þeim einum er lagið. Hittum pabba nú ekki mikið en það var gaman að sjá gamla, enda var maður ekkert búinn að sjá hann síðan um jólin.

Tegdó er að koma í næstu viku og verður gaman að fá þau. Verst er að maður er að vinna margar kvöldvaktir meðan þau eru hérna og er síðan skólinn að byrja í næstu viku. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta spilast allt saman.

Maður er byrjaður að spila bolta aftur. Jeg færði mig um set og fór í lið hérna út á Amager sem heitir B1908. Fínn klúbbur og sakar það ekki að búningurinn þeirra er svartur og hvítur, enda er maður að finna sig eins og ljónð í framlínuni. Búinn að spila 4 leiki og setja 3 mörk, leggja upp 2 og fiska 1 víti. Maður þarf bara að halda þessu áfram.

Veit svo sem ekkert hvað ég á að segja meira og er ég pott þétt að gleyma einhverju. Held samt að málið sé að kveðja með nokkrum góðum staðreyndum.

Lag dagsins: Gerum okkar besta (Ísl. landsliðið í handbolta)
Atvik dagsins: Litli feiti asíu drengurinn út í Amagercentret sem var með stærsa ís í boxi sem ég hef séð!

Adjauuu

ps. Purusteik í matinn í kvöld! Má bjóða þér?

laugardagur, 16. ágúst 2008

Blast from the past!



þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Grátlegt

Mikið er gaman að sjá að Danir eru að skíta á sig í handboltanum á ÓL. Jafntefli á móti Egyptum og tap á móti Suður Kóreu. Þeir sem voru búnir að vinna mótið. Bara formsatriði að mæta......

.........grátlegt!

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Nú er nóg komi!!!

Jeg er nú ekki reiður maður að eðlisfari en nú er mér nóg boðið! SAS eru fávitar í alla staði. EKki vottur af þjónustulund og ef maður segir eitthvað við þá verður allt vitlaust!

Þannig er mál með vexti fyrir þá sem þekkja ekki til að þann 20. júlí komum við heim frá Lúx með SAS. Þegar við komum til Köben komu bara 2 töskur. OK, það er allt í lagi maður hefur oft heyrt það að taska gleymist og kemur síðan degi síðar. Nei, nei ekki í okkar tilfelli. Dagarnir liðu og við tékkuðum nú alltaf á þessu, hringdum og ég tékkaði á gleymdum farangri út á Kastrup þegar ég fór í vinnuna. Ekkert bólaði á töskuni og vika leið.

Kristín tók sig til og hringdi í þá til að tékka á þessu. Konan segir að ekkert bóli á töskuni og víst að það sé vika liðin bað konan hana um að gefa upp nokkra hluti í töskuni ef skildi að miðarnir höfu dottið af þá væri hægt að þekkja töskuna á þeim. Kristín telur upp þetta helsta, í hólfi framan á polaroid myndir, í töskuni eru ákveðnar tegundir af skóm, sléttu-járn, rauðvínsflaska og Kampavín. Eftir að Kristín sagði kampavín þá lét konan þessi skemmtilegur orð falla " er þetta kampavín eða "kampavín!" Kristín vissi varla í hvorn fótinn hún átti að stíga yfir þessum orðum og sagði nú konuni frá því að þessi flaska hafði nú verði keypt í Kampavínshéraðinu í Frakklandi þannig hún reiknaði nú með því að þetta væri "real deal". En hvaða annskotans máli skiptir það hvort þetta sé Kampavín eða "kampavín".

Ekkert gerist og líður önnur vika, s.s 2 vikur liðnar. Ekker bólar á töskuni hjá SAS og ég bið Sigþór bróðir, eftir að Kristín hafði verið í 2 tíma í símanum við lúx og náði aldrei sambandi, að kíkja á flugvöllinn í Lúx til að tékka hvort að taskan væri nokkuð þar. Taskan var ekki þar og talaði Sigþór við konu þar á bæ sem sagði við hann að þeir í Lúx höfðu ekkert heyrt neitt frá SAS í Köben um einhverjar tösku!! Er það bara eðlilegt? Eitt fax átt að hafa verið sent á þessum 2 vikum ásamt nokkrum skilaboðum.

Eftir þetta fer ég nú að tala við SAS Í Köben og spyr þá út í þetta. Þar er mér sagt að þetta gengur ekki svona fyrir sig eins og konan í Lúx sagði. HALLÓ, hvernig gengur þetta þá fyrir sig??? Er menn bara að bíða eftir því að taskan taki sig til og kíki í tölvu eða!!!! Ég fór síðan til gaursins hjá SAS með upplisýngar um flugvelli sem var flogið til á svipuðum tíma og við fórum til Köben. Maðurinn skráir þetta inn og segir síðan við mig að ef ég gæti nú komið með flugfélögin sem flugu þessi flug þá væri þetta einfaldara. Maður á s.s að vinna vinnuna þeirra fyrir þá. Þar sem ég var að fara vinna daginn eftir ákvað nú bara að fara heim og tékka á þessum flugfélögum.

Í dag fór ég síðan út á Kastrup með þessar upplisýngar og bið konuna að flétta þessu upp fyrir mig. Þá tjáir konan mér það að það sé ekki hægt!!!! Ég þarf að HRINGJA í eitthvað annskotans númer til að gá hvort að þetta sé hægt fyrir mig!!!!

Núna er maður s.s. búinn að fá nóg af skíta SAS. Það er ekki nóg með að þeir geri ekkert fyrir mann og bíða bara eftir því að taskan poppi upp einhverstaðar í heiminum heldur er maður farinn að vinna fyrir þá að leyta af þessari tösku okkar. Það er orðið soldið mikið að bíða í 2 vikur eftir megninu af fötunum okkar!

Ætla rétt að vona að maður þurfi ekki að fljúga með SAS og ef maður þarf þess þá fer allur farangur með mér sjálfum um borð, þ.a.s í handfarangur.....

....... Nú hringju ég í Jens!

Venlig hilsen
2 orðinn mega pirruð!

föstudagur, 1. ágúst 2008

Nafnið

Nafnið Oddur er nú ekki létt fyrir danina að segja. Maður hefur heyrt margar útgáfur af því. Of hefur nafnið manns einnig mis-skrifast þegar maður sækir um hluti. Hef fengið bréf stíluð á Oddor, Odur, Gumundsson, Goumndsson og fleira.
Í dag fékk ég neiturnar bréf frá CBS sem slóg öll met!!!!