Jeg er nú ekki reiður maður að eðlisfari en nú er mér nóg boðið! SAS eru fávitar í alla staði. EKki vottur af þjónustulund og ef maður segir eitthvað við þá verður allt vitlaust!
Þannig er mál með vexti fyrir þá sem þekkja ekki til að þann 20. júlí komum við heim frá Lúx með SAS. Þegar við komum til Köben komu bara 2 töskur. OK, það er allt í lagi maður hefur oft heyrt það að taska gleymist og kemur síðan degi síðar. Nei, nei ekki í okkar tilfelli. Dagarnir liðu og við tékkuðum nú alltaf á þessu, hringdum og ég tékkaði á gleymdum farangri út á Kastrup þegar ég fór í vinnuna. Ekkert bólaði á töskuni og vika leið.
Kristín tók sig til og hringdi í þá til að tékka á þessu. Konan segir að ekkert bóli á töskuni og víst að það sé vika liðin bað konan hana um að gefa upp nokkra hluti í töskuni ef skildi að miðarnir höfu dottið af þá væri hægt að þekkja töskuna á þeim. Kristín telur upp þetta helsta, í hólfi framan á polaroid myndir, í töskuni eru ákveðnar tegundir af skóm, sléttu-járn, rauðvínsflaska og Kampavín. Eftir að Kristín sagði kampavín þá lét konan þessi skemmtilegur orð falla " er þetta kampavín eða "kampavín!" Kristín vissi varla í hvorn fótinn hún átti að stíga yfir þessum orðum og sagði nú konuni frá því að þessi flaska hafði nú verði keypt í Kampavínshéraðinu í Frakklandi þannig hún reiknaði nú með því að þetta væri "real deal". En hvaða annskotans máli skiptir það hvort þetta sé Kampavín eða "kampavín".
Ekkert gerist og líður önnur vika, s.s 2 vikur liðnar. Ekker bólar á töskuni hjá SAS og ég bið Sigþór bróðir, eftir að Kristín hafði verið í 2 tíma í símanum við lúx og náði aldrei sambandi, að kíkja á flugvöllinn í Lúx til að tékka hvort að taskan væri nokkuð þar. Taskan var ekki þar og talaði Sigþór við konu þar á bæ sem sagði við hann að þeir í Lúx höfðu ekkert heyrt neitt frá SAS í Köben um einhverjar tösku!! Er það bara eðlilegt? Eitt fax átt að hafa verið sent á þessum 2 vikum ásamt nokkrum skilaboðum.
Eftir þetta fer ég nú að tala við SAS Í Köben og spyr þá út í þetta. Þar er mér sagt að þetta gengur ekki svona fyrir sig eins og konan í Lúx sagði. HALLÓ, hvernig gengur þetta þá fyrir sig??? Er menn bara að bíða eftir því að taskan taki sig til og kíki í tölvu eða!!!! Ég fór síðan til gaursins hjá SAS með upplisýngar um flugvelli sem var flogið til á svipuðum tíma og við fórum til Köben. Maðurinn skráir þetta inn og segir síðan við mig að ef ég gæti nú komið með flugfélögin sem flugu þessi flug þá væri þetta einfaldara. Maður á s.s að vinna vinnuna þeirra fyrir þá. Þar sem ég var að fara vinna daginn eftir ákvað nú bara að fara heim og tékka á þessum flugfélögum.
Í dag fór ég síðan út á Kastrup með þessar upplisýngar og bið konuna að flétta þessu upp fyrir mig. Þá tjáir konan mér það að það sé ekki hægt!!!! Ég þarf að HRINGJA í eitthvað annskotans númer til að gá hvort að þetta sé hægt fyrir mig!!!!
Núna er maður s.s. búinn að fá nóg af skíta SAS. Það er ekki nóg með að þeir geri ekkert fyrir mann og bíða bara eftir því að taskan poppi upp einhverstaðar í heiminum heldur er maður farinn að vinna fyrir þá að leyta af þessari tösku okkar. Það er orðið soldið mikið að bíða í 2 vikur eftir megninu af fötunum okkar!
Ætla rétt að vona að maður þurfi ekki að fljúga með SAS og ef maður þarf þess þá fer allur farangur með mér sjálfum um borð, þ.a.s í handfarangur.....
....... Nú hringju ég í Jens!
Venlig hilsen
2 orðinn mega pirruð!