sunnudagur, 30. apríl 2006

Hress og kát

Það er nú ekki mikið að frétta héðan frá baunaveldi. Vikan leið sitt skeið eins og gengur og gerist. Kristín átti nátturulega afmæli eins og glöggir lesendur hafa lesið. Síðan var reyndar leikur með FC Guðrúnu á miðvikudaginn og endaði leikurinn 2-2, hundarnir jöfnuðu á 90 mín frekar svekkjandi. Kallinn skorðai reyndar sem er jákvætt.
En það er hægt að segja að helgin hafi upptekinn, því það var margt að gerast. Sigþór bróðir var hér á fim og fös. Hann var á einhverri ráðstefnu á fim og var laus á fös. Maður fór að hitta kallinn enda veit maður ekkert hvenær maður sér hann aftur, enda fluttur til Lúx. Við löbbuðum niður strikið og tiltum okkur á Nýhöfn og fengum okkur kaffi. Síðan var labbað og kíkt aðeins í búðir. Síðan kvaddi maður kappann og hann hélt heim á frón og maður hjólaði heim. Föstudagskvöldið var tekið rólega með Önnu Láru og Hödda og var spilað eitthvað fram eftir.
Á lau fór Oddur síðan á handbolta leik. Kallinn fór á Ajax - Arhús. Stulli frændi er að spila með Arhús og átti hann bara fínan leik og setti hann 5 kvikindi í 29-30 sigri. Við tiltum okkur síðan niður eftir leik í einn kaldann og var spjallað um daginn og veginn. Gaman að hitta kappann. Gaui og Elín komu síðan til okkar á lau eftirmiðdaginn, gaman að fá þau í heimsókn. Fengum við okkur massíva Massimo bökur og var lífunu tekið með ró.
Sunnudagurinn byrjaði snemma, það var leikur hjá Gurðúnu kl 11:45 á móti Fox United. Var þetta lið nú ekki mikil fyrir staða fyrir okkur og fórum við með 3 stig í 4-2 sigri. Kallinn var á skotskónum og setti 3 kvikindi. Ekkert svo sáttur við lífið, einmitttttttttttttttttttttt. Síðan var náttúrulega hápunktur helgarinar á sun þegar FCK mætti svínunum frá Bröndby á Parken og vorum við öll á staðunum ásamt Pésa kallinum. Það var massa stemmari á leiknum og nóg af hooligana látum. Það vantaði reyndar mörk í leikinn, 0-0 endaði hann. Það bíttaði nú litlu máli enda mikið fjör. FCK er gott sem komið með hendurnar á dolluna. Aðeins 3 leikir eftir og eru þeir með 6 stiga forskot á Bröndby.

Meira var það nú ekki að þessu sinni.

ps. nú er bara málið að taka undur:

åhhhhhh åhhhhhh
vi er FCK
Vi er byens stolthed
Klædt i hvid og blå
åhhhhhh åhhhhhh

þriðjudagur, 25. apríl 2006

Þá er hún orðin 23


Já þið lásuð rétt. Heimasætan í íbúð J-807 er orðin 23 ára gömul. Það þýðir að hún er 2 árum, 2 mánuðum og 2 dögum eldri en bóndinn. Betty Crocker kemur sér vel á svona dögum. Maður tók sig til og bakaði eitt stykki í gær. Ekki amarlegt.
Það á að fara að borða á Rimini í kvöld og hafa það huggulegt. Maður tók sig til og gaf frúnni stígvél og veski.

sunnudagur, 23. apríl 2006

Kominn tími a blogg

Jújú þá er kominn tími á eitt stykki blogg. Páskahelgin var um síðustu helgi og er fólk hér fullt af Nóa páskaeggjum. Ekki amarlegt það. Fórum yfir sundið í mat til Gaua og Elínar ásamt Eika, Vigdísi og stelpunni þeirra. Elduðu þau hjú þetta agarlega góða íslenska læri. Maður var saddur í marga daga á eftir. Í vikunni var svokölluð masterclass vika í skólanum hjá mér. Þá velur fólk sér einn áfanga til í að vera í í viku. Valdi ég áfanga sem hét VJ eða vidjual DJ. Snérist um að hafa hreyfimyndir með tónlist. Ekkert spes áfangi, eiginlega bara leiðinlegur. Kristín er á fullu í skólanum og er að vera reiprennandi í danskri tungu. Hún er einnig á fullu að skúra á kvöldin. Hún er ekki en búin að fá vinnu um daginn og erum við bara búin að gefast upp.
Vorið er komið hér í Köben og var fínasta veður alla síðustu viku þrátt fyrir smá regn. En það er kominn 15 stig og allt að gerast. Í gær fórum við með Hödda og Önnu Láru í hjólatúr. Hjóluðum niður á Íslandsbryggju og smökkuðum pizzu sem Höddi og Anna eru búinn að vera hæla í marga mánuði. Var hún alveg ágætt. Einginn Pizza king!! Fórum þaðan í tívolí og röltuðum við um í góða veðrinu og tiltum okkur á bekk og sóluðum okkur aðeins. Maður er bara að verða eins og blökkumaður. Nei nei smá kynding á línuna. Eftir tívolí hjóluðum við inn í Christaníu og kíktum á það. Maður er kominn inn í annan heim þegar maður kemur þangað. Það er fyndið að sitja þarna og horfa á fólk á næsta borði vera að vefja sér jónu. Þetta er eitthvað sem maður kannast ekki við. Vægast sagt rólega andrúmsloft þar. hehe. Fórum þaðan heim eftir þennan massa hjólatúr og eru hjólin okkar bara í fínu standi. Um kveldið var síðan spilað heima hjá Önnu og Hödda ásamt Beggu og Gumma. Hættuspilið var spilað og er það mannskemmandi spil. Allt fór í háaloft og var fólk orðið fegið þegar það kláraðist eftir 4 tíma spil. Hættulegt en magnað spil. Það var síðan fyrsti leikurinn hjá Guðrúnu í dag og var maður vaknaður um 8 leytið og kominn upp til Valby um hálf 10. Grasið er í massi og var eins og að spila á kartöflugarði. Leikurinn tapaðist á móti Celtic. Nett geðveikir Bretar. Kallinn spilaði 90 mín og var bara í fínu formi. Það var gaman að komast í alvöru leik. Næsti leikur er síðan á mið og verður hann að vinnast.
En húsmóðirinn á heimilinu er búinn að poppa og jafnvel að maður skelli einhverji ræmu í tækið.
Þangað til næst. Danska hyskið.

fimmtudagur, 13. apríl 2006

Roadtrip

Þar sem það eru nú páskar þá á fólk það til að ferðast aðeins. Við erum nú engin undantekning í þeim málum. Anna Lára og Höddi þurftu að fara til Horsens til að ná í miða á Rolling Stone sem þau höfðu fjárfest í. Var okkur boðið að fljóta með. Var lagt af stað í hádeginu á Opel zafira sem þau höfðu leigt sér. Fyrsta stop var í Slagelse sem er soldið skítugur bær svona í klst akstri frá Köben og var Macarinn tekinn á þetta, svoan aðeins til að seðja mesta hungrið. Þegar allir voru orðnir mettaðir þá var haldið áfram og var farið yfir Stóru Beltisbrúnna sem er engin smá smíði maður eftir að Sjáland var komið á enda. Var brunað eftir hana yfir alla Fjón þá tók við litla Beltisbrúinn. Við keyrðum upp til Horsens þar sem miðarnir voru sóttir. Höddi og Annar Lára reyndu síðan að finna hótel en það eru öll hótel í Horsens full þessa helgi, sem er kannski ekki skrítið. Eftir smá flakk í Horsens komst ég að því að það er bær í DK sem heitur Odder sem er allt of kúl og er ég að reyna að sannfæra Kristínu í að flytja þanngað en hún er ekkert að taka vel í það. Eftir Horsens var brunað upp á hæðsta hól Danaveldis Himmelbjerget og var rölt þar um. Eftir það var farið til Silkeborg og fengið sér að éta enda klukkan orðin 6. Fundum við stað að nafni Róma sem ég mæli ekki með fyrir neinn. Ég fékk versta lasagna sunnan Alpafjalla og osturinn í Calzone-inum hennar Önnu var ekki bráðnaður. Pastað sem Kristín og Höddu fengu sér var gott, en yfir allt fær þessi staður falleinkun. Eftir Silkeborg var síðan brunað til Aarhus og var keyrt þar um og vorum við í smá vandamálum að komst út úr bænum eftir að hafa keyrt þar um. Þetta er hin fínasti bær í alla staði. Eftir Aarhus var síðan brunað aftur til Köben og vorum við kominn til baka um 11 leytið. Fínasta ferð í alla staði og höfum við séð mikið af þessu flata landi sem við búum í. Hentum við inn myndum í albúmið fyrir ykkur.

mánudagur, 10. apríl 2006

Jæja, jájá, jújú

Þá er víst kominn þessi tími vikunnar til að henda inn einu stykki bloggi. Það er allt rólegt hér í kóngsins Köben. Vorum að klára stórt verkefni í síðustu viku og voru langir dagar í skólanum. Það er hægt að kíkja á þetta á þessum stað. Settið (odds) var hjá okkur í síðustu viku og var gott að sjá liðið. Það var mikið að gera og fékk Kristín að labba nóg meðan ég var í skólanum. Mamma kann víst að skoða í búðir. Þau fóru síðan til Gaua og Elínar í Malmö á miðvikudaginn. Pabbi gleymdi hleðslutæki fyrir myndavél sem hann keypti og það átti að kalla mann út á Kastrup í gær kl 1700 (að staðartíma) en ég hélt nú ekki að ég mundi missa að Man Utd - Arsenal. Sem mínir menn tóku náttúrulega létt.
Kolla mamma hennar Kristínar átti afmæli á laugardaginn og fékk hún hamingjuóskir frá Danaveldi að sjálfsögðu. Einnig átti systir hennar Dagbjört afmæli í síðustu viku og var sendur pakki, sem vonandi er kominn á leiðarenda. Það fór líka pakki frá okkur og Dagbjörtu frá London og hlýtur hann að fara að skila sér.
Vorið er víst komið hér í DK og ef vorið er mikil rigning þá er það þokkalega komið. Það rignir hér alla daga eiginlega en það hlýtur að fara að koma sól og sumar. Maður tók eitt stykki hjólatúr í dag, Elín fór heim á klakann í dag og þurfti hleðslutækið að fara með og hjólaði maður út á Kastup í hádeginu. Það tók alveg í að hjóla svona að einhverju viti. Síðan þegar maður kom heim þá var lyftan náttúrulega ekki komin í lag og þurfti maður að labba upp á 8 hæð. Við erum að vera brjáluð en það er farið að sjá fyrir endann á þessu, vonandi. Danirnir eru ekkert að flýta sér að hlutunum.

Þau dönsku kveðja að sinni og er málið að fara að sjóða sér SS pulsur........

sunnudagur, 2. apríl 2006

Hressleiki.is

Jæja það er nú ekki mikið að frétta frá ríki Margrétar drottningu. Kristín byrjaði í skúringarvinnuni á fös og lítur það bara vel út, það segir hún allavega. Vikan rann sitt skeið án þess að nokkur hafi boðið Kristínu dagvinnu og er daninn ekki að fatta hvað hann er að fara á mis með því að ráða hana ekki í vinnu. Skólinn er bara sá sami þetta er rólegt bara og erum við að vinna að leik sem heitir Hootie og er áætlað að hann klárist á föstudaginn kemur. Það verður gaman að sjá útkomuna.
Kristín byrjar í dönsku námi á morgun og verður bara snökkuð danska í J-807 eða við sjáum allavega til með það. Mamma og Pabbi komu í gær. Jeg, Gaui og Elín fórum að taka á móti settinu út á Kastrup. Við vorum orðinn viss um að þau væru eitthvað að plata okkur og pabbi m undir hringja og segja okkur að það væri kominn 1. apríl. En allt kom fyrir ekki og var gaman að sjá gömlu koma út úr tollinum.
Við erum byrjaðair að æfa á grasi í FC Guðrúnu og djö.... er það gaman vinur. Það er búið að rigna soldið í síðustu viku og flugu tæklingarar á æfingu eins og ég veit ekki hvað. Deildin byrjar efrir viku og það er náttúrulega á grasi, ekki amarlergt.
Pabbi sendi mér nýja KR merki og var ég að spá í að deila því með ykkur víst að það er komið vor hér í kóngsins Köben.