Hress og kát
Það er nú ekki mikið að frétta héðan frá baunaveldi. Vikan leið sitt skeið eins og gengur og gerist. Kristín átti nátturulega afmæli eins og glöggir lesendur hafa lesið. Síðan var reyndar leikur með FC Guðrúnu á miðvikudaginn og endaði leikurinn 2-2, hundarnir jöfnuðu á 90 mín frekar svekkjandi. Kallinn skorðai reyndar sem er jákvætt.
En það er hægt að segja að helgin hafi upptekinn, því það var margt að gerast. Sigþór bróðir var hér á fim og fös. Hann var á einhverri ráðstefnu á fim og var laus á fös. Maður fór að hitta kallinn enda veit maður ekkert hvenær maður sér hann aftur, enda fluttur til Lúx. Við löbbuðum niður strikið og tiltum okkur á Nýhöfn og fengum okkur kaffi. Síðan var labbað og kíkt aðeins í búðir. Síðan kvaddi maður kappann og hann hélt heim á frón og maður hjólaði heim. Föstudagskvöldið var tekið rólega með Önnu Láru og Hödda og var spilað eitthvað fram eftir.
Á lau fór Oddur síðan á handbolta leik. Kallinn fór á Ajax - Arhús. Stulli frændi er að spila með Arhús og átti hann bara fínan leik og setti hann 5 kvikindi í 29-30 sigri. Við tiltum okkur síðan niður eftir leik í einn kaldann og var spjallað um daginn og veginn. Gaman að hitta kappann. Gaui og Elín komu síðan til okkar á lau eftirmiðdaginn, gaman að fá þau í heimsókn. Fengum við okkur massíva Massimo bökur og var lífunu tekið með ró.
Sunnudagurinn byrjaði snemma, það var leikur hjá Gurðúnu kl 11:45 á móti Fox United. Var þetta lið nú ekki mikil fyrir staða fyrir okkur og fórum við með 3 stig í 4-2 sigri. Kallinn var á skotskónum og setti 3 kvikindi. Ekkert svo sáttur við lífið, einmitttttttttttttttttttttt. Síðan var náttúrulega hápunktur helgarinar á sun þegar FCK mætti svínunum frá Bröndby á Parken og vorum við öll á staðunum ásamt Pésa kallinum. Það var massa stemmari á leiknum og nóg af hooligana látum. Það vantaði reyndar mörk í leikinn, 0-0 endaði hann. Það bíttaði nú litlu máli enda mikið fjör. FCK er gott sem komið með hendurnar á dolluna. Aðeins 3 leikir eftir og eru þeir með 6 stiga forskot á Bröndby.
Meira var það nú ekki að þessu sinni.
ps. nú er bara málið að taka undur:
åhhhhhh åhhhhhh
vi er FCK
Vi er byens stolthed
Klædt i hvid og blå
åhhhhhh åhhhhhh