mánudagur, 27. febrúar 2006

Þetta er víst að ganga í blogg heiminum.

Vinsamlegast svarið eftirfarandi spurningum í kommentakerfinu

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/n af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Það á víst að svara um bæða Danabúana!

fimmtudagur, 23. febrúar 2006

Hótel J-807

Jæja gott og blessað fólk. Nú er vertíðin byrjuð á fullu á hóteli J-807. Grétar Ali og hans frú hún Jakóbína voru fyrst til að sofa í svefnsófanum. Maður fór út á Kastrup og náði í þau á miðvikudaginn. Gaman að sjá kallinn. Þau voru varla búinn að koma sér fyrir þegar það var hlaupið út í Amager Center og farið að versla í H og M, maður þurfti bara að ná í kýttispaðan til að skafa andlitið af götuni þegar maður sá á eftir þeim þangað. Síðan var kíkt á Eyrarsundskollegíbarinn um kveldið og fengu þau að smakka danska ölið. Maður fór náttúrulega í skólan í gærmorgun og hitti þau síðan á Strikinu þegar maður var búinn þar. Kom ekki á óvart að þau voru í H og M ásamt Dadda Olgusyni og Gerði. Einnig var Kristín að þvælast með þeim. Meðan þau voru að versla fór Kristín að spyrja um vinnur. Það var tekið vel á móti henni í BlendShe á Strikinu og á hún að skila inn CV í dag og þá vonandi gerist eitthvað hjá minni í vinnumálum. Það er stefnt á að halda teiti í J-807 í kveld og þar verður án efa kátt á hjalla enda er um óvenjlegaskemmtilegt lið að ræða.
Sverrir frændi átti afmæli í gær og hringdi maður í snáðan. Maður náði að spjalla við hann í smástund. Hann er var nú bara 6 ára í gær og var maður að trufla hann við barnatímann. Ég spurði hvort hann væri að horfa á sjónvarpið þá sagði hann að ég hafði hringt á kolvitlausum tíma því hann væri að horfa á barnatíman. Skemmtileg lína sem náði að vekja hláturtaugar í manni.
En Ali og Jakó eru að fara í Lýðháskóla rétt fyrir utan Aarhus og fara þau þangað á sunnudaginn. Þá er stund á milli stríða á J-807 því systir hennar Kristínar kemur á fimtudaginn og er fram á sunnudag. Þá koma mamma hennar og pabbi og eru fram á hádegi á fimtudag og um kveldið koma síðan kempurnar þær Iggy Popp og Paolo Rossi í heimsókn og verða fram á mánudag. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur hjúum.

Þau dönsku kveðja að sinni.

sunnudagur, 19. febrúar 2006

Þetta er svona

Já og nú er ein enn vikan liðin undir lok hér í Danaveldi. Helgin var nú í rólegri kantinum. Maður er nú búinn að vera í fríi alla síðustu viku eiginleila. Það var bara skóli mán og þri og síðan bara slappa af. Kristín er búinn að vera að leyta sér að vinnu en ekkert er farið að ganga. Maður vonar bara það besta. Enda er ekkert gaman að hanga bara heima. Kristín skráði sig í dönskunám og fer hún í stöðupróf á morgun eða miðvikudag. Skemmtilegra að byrja ekki á ja og nej, gamli 10 ára bekkurinn. Á föstudaginn var farið í bæinn með Önnu Láru og Hödda sem búa hérna á Kollegíinu. Anna Lára var einmitt með Kristínu í saumaklúbb. Laugardagurinn var tekinn rólega. Maður horfði á þennan skíta leik á móti Liverpool. Alan Smith fórbrotnaði til helvítis..... óóójjjjjjj. Þetta var nasty shit. Um kveldið var okkur boðið í mat til Önnu og Höddam gamli hambogarahryggruinn var á boðstólnum, með gulum baunum, brúnuðum kartöflum og öllum pakkanum. Ekki slæmur pakki. Eftir matinn var reynt að horfa á Evróvision en netið hjá Rúv var greinilega ekki að höndla álagið. Hljóðið var í lagi mest allan tíman en myndinn var í verri kantinum. Hún kom í kekjum eins og maðurinn segir. Maður tók sig til og bauð konuni út að borða í dag enda konudagurinn. Rimini var fyrir valinu enda góður staður. Takk Sölvi. En nú er málið að fara að slappa af og fara að snemma að sofa enda skóli á morgun.

Danaveldisbúar kveðja að sinni!

þriðjudagur, 14. febrúar 2006

Svíaríki og Próf

Jæja þá er kominn tími á að henda inn einu bloggi eða svo. Laugardagurinn var tekinn snemma og fórum við hjúin yfir Eyrarsundið til að heimsækja Gauja sem var einn síns liðs, enda var Elín í Leipzig (verið þar). Voru varla komin með lestini þegar Gauji dró okkur upp í aðra og var ferðini haldið í Lund. Huggulegur bær, gæti alveg hugsað mér að búa þar. Röltum við um Lund og skoðuðum okkur um. Gauji og Elín eru að spá í því að flýtja þangað. Fórum við eftir það aftur til Malmö og var meira tölt þar og sýndum við Kristínu bæjinn og svona. Um 5 leytið var haldið aftur yfir sundið og var undurbúningur fyrir þorrablót íslendingafélagsins hér í bæ hafinn. Pétur kom til okkar og drukkum við nokkra bjóra. Síðan um 11 leytið var haldið á Nimb í tívolí og var margt um mannin þar. Harðfiskur og hangikjöt var ekki slæmt með ölinu. Kristín hitti Önnu Láru á blótinu og var mikið um öskur þegar þær hittust. Fóum við eftir ballið á einhvern enskan pöbb og skemmtum okkur aðeins lengur. Sunnudagurinn fór síðan bara í þynnku.
Í gær buðum við síðan Pétri í mat og var kjúlli á boðstólnum að hætti Odds. Í dag átti Kristín síðan að fara í Próf hjá Póstinum hér í Kaupmannahöfn. Allir sem sækja um vinnu hér þurfa að fara í eitthvað lesblindupróf. Kallinn fór á netið og flétti því upp hvernig að maður á að komast út í Höja Taastrum:

Strætó: taka 5a eða 2a á Hovebanen
Lest: Frá Hovebanen til Taastrup
Labb: Frá Taastrup station á Carl Gustafsgade 3 c. 10 mín
SPYRJA TIL VEGAR!!!!!

En nei Kristín gleymdi að fara út á Hovebanen og tók hringin með strætónum!!!!!!!!!
.......og komst ekki í prófið!!!!

Já svona fór um sjóferð þá.

Jæja þá er kominn tími á að fara henda steikini á pönnuna enda er 2 ára afmæli hjá okkur á Dalslandsgade!

sunnudagur, 12. febrúar 2006

Klukk

Jæja þá var maður klukkaður af Gauja bró, ég var nú ekkert í skýjunum yfir því en ég svar kallinu eins og vera bar!

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina
-Bæjarvinnuni á Húsavík
-Samskip
-Barþjónn á Brennsluni
-Hagkaup (seltjarnarnes)

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
-Sódóma Reykjavík
-Cool Runnings (best í heimi)
-Scarface
-Doors (the movie)

4 staðir em ég hef búið á:
-Húsavík City (man ekki hvað gatan heitir)
-Grenimelur 14
-Dalslandsgade 8 (danmörk)
-Selbraut 70

4 þættir sem ég fíla:
-Family gay
-Dave Chappelle´s show
-Lost
-Friends

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-London
-Leipzig
-Manchester
-Aðaldalurinn

4 síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan blogg)
-Sammarinn.com
-FCKV.com
-Fótbolti.net
-Mbl.is

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
-Amager Kebab með hvítleugsdressingu, káli og chilli
-Humar (sem maður fær of sjaldan)
-Hreindýrakjöt
-Devido´s pizza

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
-Old Trafford
-Astralía
-Tónleikum með the Doors
-Á Seltjarnarnes City

4 bloggarar sem ég klukka:
-Crazy P
-Kristín
-Byssan
-Himmi

föstudagur, 10. febrúar 2006

Myndir





miðvikudagur, 8. febrúar 2006

Allir að vera danskir!

Nei Páll skortur á bloggleysi er ekki afleiðing fangelsisvistar. En annasr er þetta allt að koma. Maður var í fríi í dag í skólanum í dag eins og alla aðra miðvikudaga í vetur, helvíti erfitt bara. Já hlutirnir eru allir að koma. Fórum í hina sænsku ikea á mánudaginn og var þar veslað. Maður var allt kveldið að setja upp hillur og annað dót. Kristín fékk reyndar það verkefni meðan ég var í skólanum í gær að setja saman kommóðu í svefnhergergið og heppnaðist það svona líka glimmrandi vel. Í gær fórum við í heimsókn til Andreas smámælta danans í bekknum okkar og fengum okkur nokkra bjóra og var það alveg fínasta bíó. Dagurinn í dag var nú ekki tekinn snemma fórum á fætur um 12 og fórum að skrá Kristínu inn í landið, eins og Ágústus keisari sagði, "að skrá setja yrði alla heimsbyggðina". Iiiiiiii, já. Þá er bara að bíða í viku eftir að Kristín sé orðinn official dani, ekki slæmt. En já íslendingar eru að gera góða hluti hér í danaveldi, menn eru bara að láta handtaka sig fyrir óvenjulega hluti, alveg eðlilegur kauðinn. En ekki eru öll dýrinn í skóginum eins. Pési er allur að koma sér fyrir í C-inu, hann fékk sér Canel+ pakka fyrir sjónvarpið og eru þeir með enska boltan, oooooo í alvöru!!!!!!!
En nú er tímabært að fara að hætta þessu og fara að gera eitthvað uppbyggilegt við lífið.

Kristjan Valdimer Hanry John kveður að sinni!

sunnudagur, 5. febrúar 2006

Þá er hún komin!

Þá er Kristín komin á danska grund og líkar bara vel. Ég og Pési fórum út á flugvöll um 11 leytið í morgun til að ná í Kristínu sem kom siglandi út úr tollinum þegar að við komum inn! Það var gaman að sjá hana loksins eftir 10 daga fjarveru. Við byrjuðum á því að fara með töskurnar hennar upp í íbúð og það kom ekki mikið á óvart að það fyrsta sem Kristín gerði var að hoppa upp í nýja rúmið okkar og lá hún þar um stund, ég ljái henni það ekki enda fjandi gott rúm ef ég segi sjálfur frá. Við fórum síðan út í Amagercenter til að skoða okkur um og sýna henni hverfið. Kom nú á óvart að hún missti sig ekki í H og M enda síðasti dagur útsölunar. En við keyptum dót í íbúðina, dót á baðið og handklæði og svona smotterí. Síðan var farið aftur heim og tókum við því bara rólega. Síðan fengum við okkur flatböku á Eyrarsundsskólagarðspizzustaðnum, sem var bara fínasta pizza. Mæli ekki með að fólk panti sér pepper á pizzuna! Síðan var bara haldið heim á leið og er stefnan sett á að hitta Pésa á kollegíbarnum og leyfa henni aðeins að kynnast danska bjórnum sem á eflaust eftir að renna ljúflega niður!

Þau dönsku kveðja að sinni!

miðvikudagur, 1. febrúar 2006

Fyrsta vikan

Þekki hann!
Jæja þá er fyrsta vikan hálfnuð og þetta er bara rólegt. Vorum sett í hópa og ég lenti í hóp með 3 mæðrum frá Póllandi, Úkraínu og Filipseyjum og einum frænda hans Ali frá Pakistan. Ég held að gaurinn tali fyrir Abú í Simpson og það er ekkert grín. En þetta er bara rólegt. Erum bara að læra á eitthvað innranet og mailið og eitthvað þannig dót.
Maður er allur að koma til í dönskuni maður er allavega farinn að skilja baunan en það er enþá eitthvað í það að maður fari að tala brennandi á móðurmálinu en það mun koma! Maður er kominn með danska kennitölu og það þýðir að maður verður kominn með síma á morgun. Þannig að maður er allur að koma sér fyrir. Rúmið kom í dag þannig að maður þarf ekki lengur að sófa í sófanum hans Pésa sem fær einmitt íbúiðna sína á föstudaginn þá þurfum að fara að flytja allt draslið yfir í C-ið og það verður bara gaman.
Það er eitthvað verið að þrýsta á mann að skella inn myndum af konungsdæminu en það er ekkert gaman fyrir ykkur að sjá myndir af kössum og svona þannig ég ætla að bíða með það þangað til að þetta er farið að líta þokkamannalega út.

Einn danskur kveður að sinni!


Hér sést þetta yndislega rúm sem var keypt í Jysk, alveg grátlegt að sofa í þessu!