þriðjudagur, 30. október 2007

Jólagjafalisti Odds

Jæja nú þegar nóvenber að nálgast þá er um að gera setja inn minn lista svo að menn geti annað hvort byrjað að safna eða kaupa!

-Canon EOS 400d
-Fjarstýringar fyrir PS2
-15' Power book Mac
-Evu Solo rauðvíns og hvítvínsglös
-Sony Bravia LCD
-Jamie Oliver pönnu og potta sett
-Eva Solo sett af Spoons and Spatula

Jólagjafir í ár þurfa nú ekki endilega að vera skorðaðar við þennann lista enda eru þetta bara hugmyndir handa ykkur gott fólk!

Venlig hilsen
Tuborg Julebrygg

föstudagur, 26. október 2007

Tour de Strandvej

Sá sem laug því að Íslendingum að Danmörk væri flöt er snillingur! Danmörk er ekki flöt þvert á móti er hún bara upp og niður og meir upp! Vorum að vinna að lokaverkefninu okkar og hittumst við heima hjá Lilju og á hún heima upp í Hørsholm! Það er það langt í burtu að S-togið keyrir ekki þanngað, maður þarf að taka Region tog til að komast þanngað! Í gær þegar ég kíkti á kortið sá ég að það væri nú ekkert mál að hjóla þetta, ekki nema 27.4 km. Kallinn hélt nú að hann gæti mixað það auðveldlega!
Um 5 leytið lagði maður upp í hjólatúrinn og hjólaði ég með fram Øresundinu og var gott að hafa hafið vinstra meginn við mann, minnti mann á gamla góða Seltjarnarnesið! Þessi hjólaleið er reyndar frekar flott. Mikið að geðveikum villum og flott útsýni! Ég var síðan komin heim um 7 leytið og var ég algjörlega uppgefinn í löppunum, gat varla staðið í þær og ef ég gerði það þá riðaði ég! Allan tíman sem ég hjólaði langaði mig geðveikt í alminnilegt hjól, svona tour de franch hjól! Það var reyndar endalaust af einhverjum hjólasteikum í spandex og flottir á því!

En það er óhætt að segja að þetta hafi verið góður hjólatúr en ég læt þetta vera í smá tíma!

ps. það er smá munur á brekkum hérna og á klakanum. Það er nefnilega þannig hér að eftir að maður hefur farið upp eitt kvikindi þá fer maður nefnilega niður hinum meiginn! Íslandingar mættu taka það til fyrirmyndar!

Venlig hilsen
Bjarne Riis

sunnudagur, 21. október 2007

Hjólarúntar #3

Jæja hér er 3 hjólarúnturinn og verður þetta sennilega síðasti í einhvern tíma! Maður veit nú samt aldrei!

Hjólarúntur Kaupmannahöfn

fimmtudagur, 18. október 2007

Hjólarúntar #2

Jæja nú var það Amager sem kallinn hjólaði um!

Hjólarúntur Amager

Þess má einnig geta að við hjúin pöntuðum okkur far heim um jólin. Jeg kem heim 18. des og verð til 6. jan en Kristín kemur ekki fyrr en 22. des og fer 2. jan!

miðvikudagur, 17. október 2007

Hjólarúntar

Jæja núna þegar maður hefur ágætan tíma á milli handana hef ég ákveðið að taka einn hjólarúnt á dag um hin ýmsu hverfi Köben. Í dag var Christianshavn tekið fyrir og var maður með myndavélina á lofti og tók maður slatta af þeim. Ef þið ýtið á linkin fyrir neðan komist þið inn í galleryið!

Hjólarúntur Christianshavn

þriðjudagur, 16. október 2007

Alltaf gaman að flakka á netinu!

Þar sem maður er bara einn í kotinu og hef lítið fyrir stafni þá fór maður að gramsa í gagnasafni moggans og fann þessa frétt! Þessi frétt birtist Fimmtudaginn 21. mars, 1996 í íþróttablaðinu!

Skíðamót hjá Fram

Skíðadeild Fram hélt um síðustu helgi mót í Eldborgargili í frábæru veðri. Keppendur voru 131. Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sæti. Úrslit voru sem hér segir:

(nenni ekki að þylja upp alla runauna þannig við komum okkur beint að efninu:

Svig 12 ára stúlkna:

Kristín Edda Sigurðardóttir, Fram 56,25
Sólrún Flókadóttir, Fram 56,27
Ásdís Rut Ámundadóttir, ÍR 57,37
Ingibjörg Anna Sigurðard., Breiðabl. 59,12
Nína Sif Pétursdóttir, ÍR 1.02,25
Birna Haraldsdóttir, Árm. 1.02,93

Hvað haldið þið!!

mánudagur, 15. október 2007

Fullkomin knattspyrna

Annað markið sem Spánverjar skoruðu á móti Dönum er vægast sagt fullkomið. Spilið sem var í kringum það var frábær og áttu þeir samanlagt 27 sendingar sín á milli áður en Sergio Ramos chippaði yfir Sörensen!

föstudagur, 12. október 2007

........jæja!

Konan farinn heim og maður er skilinn einn eftir í 10 daga! Hver vill kom í heim sókn um næstu helgi?

föstudagur, 5. október 2007

....og hvað?

Þá er kominn tími að við látum aðeins vita af okkur! Það er svo sem ekki mikið búði að vera gerast hjá okkur eftir að strákarnir fóru heim. Það óhætt að segja að það sé fínt að slappa aðeins af eftir gestagang síðustu mánuði. Skólinn gengur sinn vana gang hjá okkur. Kristín er á fullu og ég er að vinna að lokaverkefninu hjá mér.

Maður er kominn á fullt í boltanum og er maður búinn að spila einn leik. Spiluðum um síðustu helgi á móti Birkrød og töpuðum við 3-1. Jeg spilaði 60 mín og var gaman að komast í alvöru leik. Maður var kannski ekki að spila sinn besta leik á ferlinum en þetta er allt að koma hjá manni.

Kristín er að fara heim til Íslands næsta föstudag og verður hún í 10 daga á klakanum. Henni er farið að hlakka soldið til að koma heim og skilur maður það mæta vel.

En nú er kominn tími á að hætta og fara taka aðeins til hérna á heimilinu!