þriðjudagur, 27. maí 2008

Kjallinn


Hvort sem það er á íslandi eða í danmörku þá má varla gefa út einn lítinn snepil án þess að kjallinn sé í honum!! (smella á mynd til að sjá stærri)
Mæli með að fólk fjásfesti í þessu ekki nema 500 krónur. Jafnvel að maður geti áritað hann fyrir ykkur þegar ég sé ykkur næst!

föstudagur, 23. maí 2008

Föstudagur til vinnu

Ætli maður verði nú ekki að blogga á þessum yndæla föstudegi svo menn fari ekki í fýlu! Þetta er búinn að vera frekar mögnuð vika í alla staði. Gussi er búinn að vera hjá okkur síðan á fim í síðustu viku og er búið að bardúsa mikið. Gaui bróðir flutti aftur á Eyrarsundið á mánudaginn var og var gaman að sjá þann gamla. Síðan var nátturlega mínir menn Evrópu meistarar í 3 sinn á miðvikudaginn. Það er óhætt að segja að það hafi verið alveg grátlegt.

Eins og ég sagði er Gussi búinn að vera hjá okkur síðustu vikuna. Hann kom til Köben til að taka þátt í Kaupmannahafnar maraþoninu og tók hann það með stæl, eða á 3 klst og 11 mín. Veit ekki alveg hvort ég myndi treysta mér á þann tíma. Ég, Laddi og Mamma Gussa hjóluðum þetta nánast til að fylgjast með stráksa. Eftir öruggar mælingar hans Ladda þá hjóluðum við um 35 km og voru lappirnar orðnar soldið þreyttar undir restina. Ég og Laddi tókum þá akademísku ákvörðum að hlaupa þetta á næsta ári og ætla ég jafnframt að skora á Sigþór bróðir að hlaupa með. Ertu maður eða mús drengur??

Síðan flutti Gaui bróðir út á mánudaginn var og kom Eyrarsundið eitt til greina til að búa á enda þekkir hann það eins og hanabakið á sér. Maður sér gleðina úr augunum á drengnum þessa dagana. Gaui er síðan að detta í 30 kúlur á morgun og er stefnt að fara út að borða á Ref´n beef á morgun í tilefni af því. Verður sennilega grátleg steik á disknum. Einmitt!

Ég er svo sem búinn að fjalla um meistaradeildina þannig ég nenni svo sem ekkert að skrifa um það núna. En það er gaman að segja frá því að síðast þegar Man Utd vann deildina og evrópukeppnina þá vann KR einmitt deild og bikar. Ekki amarleg staðreynd þar á ferð.

Held ég hafi þetta ekkert lengra að þessu sinni enda er maður í vinnuni. Maður er að flippa þessum síðustu borgurum enda á maður bara viku eftir á Laundro síðan er það bara gleraugun sem taka við!

kv. kokkurinn!

miðvikudagur, 21. maí 2008

Let's all laugh at John Terry

To day is the day!!!



Jeg þinglýsi því hér með að þessi leikur endar 2-1. Ronaldo setur hann á 32 mín og Giggs kemur inn á og skorar á Vidic að skora og hann samþykkir að setj'ann á 79. mín. Ballack álpast svo til að setja eitt mark með síðustu snertingu leiksins, sem verður skalli. Þannig að ég held að menn geti bara hent sér í golf eða bara farið að sofa því þetta er klárt!!!

Manchester United champions of Europe 2008

miðvikudagur, 14. maí 2008

...og hann sagði ekki einu sinni bless!!

Þá held ég að það sé kominn tími á smá update á þetta dæmi. Eins og lesendur vita þá vorum við hjúinn á faraldsfæti um síðustu helgi. Jeg fór að heimsækja Sigþór og CO. í lúx og Kristín skundaði til lands ís og snjó. Þar sem ég var í lúx þá verðið þið bara að sætta ykkur við mína sögu af þessari helgi. Sorry. Kannski að Kristín taki sig til og kroti eitthvað hérna niður um sína hlið á helgini.

Við héldum út á flugvöll um hádeigið og þá fór allt að gerast. Það geta ekki allir sagt að þeir hafi labbað í gegnum Öryggishliðið á Kastrup með Kim Larsen. Það getum við sagt. Kimmarinn var að sjálfsögðu með kassann á bakinu og beið maður bara eftir því að hann myndi taka lagið en svo gott var það ekki.

Það var ljúft að lenda í Lúx. Ekki nema svona 20 stiga hiti og átti það eftir að lifa alla helgina. Jeg er nú ekki maður sem höndlar mikinn hita og var þetta erfið helgi, hitalega séð! Það var gaman að sjá krakkana og er ótrúlegt hvað þau vaxa hratt þegar maður sér þau svona sjaldan. En eitt er víst að maður er að eldast og ætli restin að heiminum gerir það ekki líka. Það er óhætt að segja að ég og Sigþór höfum átt rólega helgi. Borðaður var góður matur, ef ekki var borðað úti þá var bara grillað á Am Wénkel. Ekki grátlegt það. Jeg tók mig til á föstudeginum, þegar Linda var farinn til Íslands með krakkana, og labbaði um meiri hlutan af Lúx. Maður var með kamerinu á lofti og eru komnar inn myndir í albúmið. Mér finnst Lúx alveg mögnuð borg. Það er óhætt að segja að það er allt flott í Lúx.

Við bræðurnir tókum okkur síðan til á laugardaginn og tylltum okkur í sólina með einn kaldann og KR-útvarpið í græjunum. Himmi var að fara á kostum eins og vanarlega og ekki eyðilagði 3-1 sigur á Grindvíkingum góðan dag. Miðað við hvað maður hefr heyrt var KR liði að spila fínan bolta og eru nýju mennirnir að koma sterkir inn.

Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra en þar sem maður hitti nú Kim í síðustu viku þá held ég að maður verði að setja einn smell með honum svona ykkur til yndisauka.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Þokkalega sammála

Mick Hucknall, söngvari bresku hljómsveitarinnar Simply Red, segir að þeir sem stríða rauðhærðum vegna þess hvernig hár þeirra er á litinn séu engu betri en rasistar.

„Þegar fólk er uppnefnt af því að það er rauðhært er það ekkert annað en einelti,“ segir söngvarinn sem er að sjálfsögðu rauðhærður.

„Það veldur mér miklum áhyggjum að hugsa um sjö ára gömul rauðhærð börn sem verða fyrir einelti á leikvöllum, eingöngu út af því hvernig hár þeirra er á litinn. Þetta er eins og rasismi, kannski ekki alveg það sama, en hugsunin er þó sú sama,“ segir Hucknall.

Svooooooo sammála kjallinum!


Það sést bara á honum hvað hann er gáfaður maður!!

sunnudagur, 11. maí 2008

Til lukku með daginn


Vildi bara nota tækifærið og óska Manchester mönnum til hamingju með daginn!!

föstudagur, 9. maí 2008

Tilkynningarskyldan

Þar sem það er föstudagur þá er maður vanur að blogga. Ég ætla hins vegar að svekkja ykkur þennann daginn. Þar sem ég er staddur í Lúxemborg þá ætla ég að draga þetta blogg fram á mánudag! Vona að þetta valdi ykkur ekki miklum óþægindum og ama!

Með þökkum og gleðistraumum Oddur Helgi

þriðjudagur, 6. maí 2008

Kubb in the park

Maður er búinn að heyra mikið talað um leikinn Kubb, sérstaklega frá Dabba og Gerði í Árhúsum. Nú þegar góða veðrið er heldur betur komið og maður getur farið að handa í Kongsens have þá var látið vaða og keypt eitt stykki spil. Maður hélt í BR (frænda) og keypti eitt sett. Eftir það var haldið upp í Kongsins Have og byrjað að spila. Leikurinn snýst um það að slá alla kubbana niður hjá mótherja og þegar það er búið á maður að fella kónginn! Það er óhætt að segja að þetta er snilldar spil og verður þetta spilað grimmt í sumar. Ég mæli með því að menn kynni sér þennan leik hér. Ef fólk álpast til DK í sumar án þess að vera búið að kynna sér þennann leik þá held ég að það eigi vart von á móti okkur hjúunum. Gussi þú tekur þetta á þig, þú átt 2 vikur til stefnu.
Þess má geta að hitinn í dag fór upp í 23 gráður og fer hækkandi næstu daga. Þannig að þið getið bara slakað á á klakanum.
Maður er alltaf að henda inn einhverjum nýjum myndum í albúmið og er maður farinn að henda inn myndum frá Maí mánuði.

Doddi að gera glimrandi mót í Kubb, þess má geta að ég vann hann alltaf!!

Menn eru einbeyttir á svip!

Maður hittir nátturlega alltaf!

föstudagur, 2. maí 2008

Það er föstudagur, það er blogg

Já gott fólk, enn einn föstudagurinn búinn að líta dagsins ljós í höfðurstað Margrétar drottningar. Það er nú margt og mikið sem er búið að gerast síðan maður kvittaði fyrir sig síðast hér.

Kristín er ári eldri og síðasta laugardag var haldið heljarinnar party í festroom-inu hér á Eyrarsunds. Það er óhætt að segja það að margt hafi verið um manninn og mikið var drukkið. Þetta party heppnaðist líka svona vel. Allir voru sáttir og það er það sem skiptir víst máli.

Sumarið er farið að láta sjá sig hér í Köben. Hitinn stígur með hverjum deginum og er hann að detta í 20 gráðurar þessa dagana. Maður finnur að það sé að koma sumar því maður er farinn að fá meðvind þegar maður cyklar í vinnuna, alltaf gott mót hjá Kára. Samkvæmt DMI á hitinn að stíga meira næstu daga og þykir mér það mjööööög leitt. Nei, sæll!!

Af mér er það að frétta að maður er á fullu þessa dagana á Laundromat að kokkast. Sagði reyndar upp vinnuni minni í vikuni og hætti þar um mánaðarmótin maí-júní. Stefnan er að fara vinna út á Kastrup í Optical Studio. Þá verðum við bæði hjúinn í gleraugnabrannsanum, ekkert nema gott um það að segja.
Jeg er víst ekkert á leiðinni í skóla í haust, því enginn skóli vill víst fá kjallinn. Búinn að fá neikvæð svör frá Den grafsike højskole og IT-Universitet og tekur þá bara vinna við fram að jólum. Stefnan er síðan sett aftur á KTS því eftir næstu áramót byrja þeir á BS-námi og þarf ég bara eitt ár til viðbótar til að fá BS. Veit nú ekki hvað það skilar mér en vonum að það opni einhverjar dyr. Gráða er víst gráða.

Við ætlum bæði að vera á faraldsfæti um næstu helgi. Kristín verður á klakanum og eitthvað verður hún með húllum hæ þar á bæ. Hey rím. Hún ætlar að halda upp á afmælis sitt þar líka og sonna. Jeg ætla nú bara að skunda til Lúx og kíkja á liðið þar. Linda fer víst heim með krakkana á föstudeginum og þá verða ég og Sigþór bara 2 en ætlum við getum ekki eitthvað dundað okkur. Það eru víst komnar upp nokkrar hugmyndir, golf?, bjór?, grill?, KR-útvarpið?!! Grátlegt.

Já, eins og ég segi þá er íslandsmótið að fara í gang heima og vonandi koma mínir menn sterkir inn í þetta mót. Innanbúða menn segja að þetta sé allt að smella og er bara formsatriði að koma dolluni í hús, ætli þær verði ekki bara 2? Sjáum til!

En ég veit svo sem ekki hvað ég á að segja ykkur meira. Held að það sé bara málið að kveðja og kemur maður í næstu viku með eitt ferskt blogg frá Lúx! Eins gott að það verði 20+ þar Sigþór!!!!!!!

Tel að það sé viðeigandi að enda þetta á einu tónlistaratriði og er það enginn annar en Tim Christensen sem flytur Right Next To The Right One, já gott fólk þetta er hans lag og er þetta lang flottasta útgáfan af því!